miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi

1. október 2013 kl. 10:48

Gerd Heuschmann kennir á námskeiðinu „Í þágu hestsins“

Innsent bréf.

Þetta eru svo sannarlega orð, því fyrir hartnær 14 árum ritaði ég grein í Eiðfaxa 1.tölublað ´99 “Knapar í aftursætinu”, þar sem ég benti á illa meðferð á hestum.  Gekk ég svo langt að ég hótaði að kæra, en sennilega hefði ég aldrei gert það.  Ætlun mín fyrst og fremst var að sú að vekja þá sem var umhugað um velferð hesta, en það sváfu allir. 

Dýralæknar, dýraverndunarsinnar, ráðunautar, forystumenn hestamanna og aðrir steinþögðu og ég fékk bros og góðlátlegt klapp á öxlina og jafnvel háðsglósur mér meiri manna.  Ég var alltaf eins Don Quixote að berjast við vindmyllur, þar áður var ég búinn að fordæma meðal manna staurinn sem notaður var í taumhringsvinnu, en fékk ei viðbrögð.  Þriðja tamningaaðferðin sem ég gagnrýndi var beislis og taumhringsvinna tamningamanna.  Margir bundu hesta inn eða í reisingu létu hestana hlaupa óupphitaða í taumhring eða létu þá út í gerði þar sem þeir fengu að híma í langann tíma.  Það eina sem ég vissi var að allir íþróttamenn hita sig um áður en til átaka kemur og það hlýtur að eiga við hestana.  Gekk ég oft inní gerðin ef ég sá hesta híma innbundna og engann nærstaddan og frelsaði gripina.  Hélt ég að þetta ætti bara að vera svona og hætti að tuða í öðrum, en þá tók annað við, fólk fór að segja mér til ég lagði of framarlega, notaði ekki þyngingar ofl. ofl.   Hélt samt mínu striki, hlýt að geta göslast á mínum truntum hér eftir sem hingað til hugsaði ég.

Staurinn í dag er nánast horfinn og það megum við mikið þakka Ingimari Sveinssyni., hann innleiddi “Að frjálsum vilja”, aðferð sem gjörbylti tamningaaðferðum, sem urðu miklu hestvænni.

Í rosanum í sumar birti, til landsins kom dr. Gerd maður með doktorsgráðu í dýralækningum auk þess að vera fyrverandi keppnismaður í hlýðnikeppni.  En hvað þurfti til?  Jú það er þýsk kona Karola Schmeil dýraverdunarsinni sem var aðalhvatinn að komu dr. Gerds og gerði þetta í samvinnu við Endurmenntun Lbhí, á Hvanneyri.  Hvar var landinn?  Enn sofandi?  Koma þessa manns yljaði sannarlega minni aumu sál.  Útí hinni stóru Evrópu var náungi sem hugsaði eins og ég, sprenglærður öfugt við mig.  Pétur Berhens minntist einhvern tíma á þessa grein mína í sínum skrifum og ég veit að Einar Öder hefur verið mér sammála og ekki má  gleyma Kristjönu frá Önundarhorni, sem lofaði mig.  Meira var það ekki.

Nú er að sjá til hvað gerist.  Ármann Gunnarsson skrifaði nýlega ágæta grein í Hestafréttir um Taglsláttarmótið í Berlín.  Á mínum yngri árum hélt ég alltaf að taglsláttur stafaði af angri flugna eða hrossin væru hornfirsk, en gott er að einn dýralæknir rís upp við dögg og gaman verður að fylgjast með framvindunni á Hvanneyri og Hólum.  Hvað koma hrossaræktarráðunautar, gæðingadómarar, dýralæknar og aðrir forystumenn hestamanna til með að gera. Um fimmtíu manns sóttu fyrirlesturinn hjá Gerd svo ég er bjartsýnn á að eitthvað verður gert “í þágu hestsins”  í minningu Reynis heitins Aðalsteinssonar.

Steingrímur Viktorsson