mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engin sókn í útflutningi

2. september 2014 kl. 09:19

Tónn frá Melkoti fór fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótið í sumar.

33 fyrstu verðlauna hross seld út.

@font-face { font-family: "MS 明朝"; }@font-face { font-family: "Cambria Math"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: Cambria; }.MsoChpDefault { font-family: Cambria; }div.WordSection1 { page: WordSection1; }Útflutningur á fyrstu átta mánuðum ársins var nokkuð minni en undanfarin tvö ár. Í lok ágúst höfðu 575 hross farið utan, en á sama tíma í fyrra höfðu 619 hross yfirgefið landið og 621 árið 2012, samkvæmt upplýsingum frá WorldFeng – upprunaættbók Íslenska hestsins.

Tölurnar gefa þó ekki til kynna minnkandi sölu að sögn útflutningsaðila. Sumarið er alla jafna rólegur tími því flutningur söluhrossa er mestur á haustin og á veturna. Það er gert til að verja hross fyrir heitu loftslagi á meginlandinu. Langflest hross fara til Þýskalands, 288 talsins í lok ágúst. Þá hafa 64 hross farið til Sviss, 54 til Svíþjóðar, 51 til Danmerkur og 41 til Austurríkis.

Alls hafa 33 fyrstu verðlaunahross verið seld út það sem af er árinu sem er svipað hlutfall og fyrri ár. Nokkur þeirra fóru fyrir hönd Íslands á Norðurlandamót í sumar, t.a.m. Tónn frá Melkoti og Tryggvi Geir frá Steinnesi.