fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Engin skyndiákvörðun"

24. október 2014 kl. 10:07

Kristinn Hugason

Kristinn Hugason býður sig fram

Kristinn Hugason fyrrum hrossaræktarráðunautur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns LH.

"Þetta er engin skyndiákvörðun en ég hef um langt skeið haft áhuga á að láta til mín taka á þeim vettvangi. Eins og þið eflaust öll vitið hef ég áður unnið að málum innan hestamennskunnar, bæði sem hrossaræktarráðunautur og á fleiri vettvöngum. Ég hef ætíð lagt kapp á að leggja mig allan fram, ég vil sýna styrk og framtakssemi og í enda dags sýni merkin verkin. Jafnframt hef ég ætíð lagt á það höfuðáherslu þar sem mér er trúað fyrir verkum að draga einskiss taum, þ.e. að vinna ekki að framgangi eins á kostnað annars. Til að leggja áherslu á þau þrjú mál sem ég tel afar brýn fyrir okkur hestamenn, þ.e. heildarsameining greinarinnar, bættir samskiptahættir og samstaða um landsmótshald hvort sem er í bæ eða byggð"

Kristinn birti grein í fréttablaðinu í morgun um samstöðu hestamanna og hvert ætti að stefna. Hægt er að lesa hana hér