mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Endurnýjun í fagráði

16. janúar 2014 kl. 14:30

Fagráð í hrossarækt 2014. Mynd/HGG

Ferskir vindar í hrossaræktinni.

Fyrsti fundur fagráðs í hrossarækt á nýju ári fór fram í dag. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í ráðinu og sóttu þónokkrir nýjir fulltrúar fyrsta fund sinn í dag.

 “Nýir fulltrúar hafa nú tekið sæti í fagráði, en Sveinn Steinarsson formaður Fhb tekur við af Kristni Guðnasyni fráfarandi formanni og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktarsviðs RML tekur við af Guðlaugi Antonssyni fráfarandi hrossaræktarráðunauti.

Þá hafa Landssamband hestamannafélaga og Félag tamningamanna tilnefnt nýja fulltrúa sem sitja í fagráði í umboði Fhb. Þau eru Hulda Gústafsdóttir á Árbakka fyrir hönd LH og Elvar Einarsson á Syðra-Skörðugili fyrir hönd FT.

Nýr fulltrúi búnaðarskólanna er svo Þorvaldur Kristjánsson sem tekur við af Víkingi Gunnarssyni. Aðrir fulltrúar í fagráði eru Vignir Siggeirsson í Hemlu og Baldvin Ari Guðlaugsson á Efri-Rauðalæk, fyrir hönd Fhb og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum fyrir hönd BÍ. Félag hrossabænda býður nýja fagráðsfulltra velkomna til starfa og óskar þeim velfarnaðar,” segir í frétt frá FHb.