mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Embla og Bragi slá í gegn

3. mars 2014 kl. 10:09

Embla og Bragi litli.

Vinsæll dægurmálavefur heillast af vináttu barns og folalds.

 

Á köldu rigningarkvöldi í maí fannst á Mýrunum móðurlaust folald, skjálfandi, blautt og hrakið. Lífslíkurnar voru hverfandi í fyrstu, en með góðu atlæti var Braga litla bjargað. Í villtu stóði í Hjörsey í Faxaflóa skimaði móðirin óróleg eftir afkvæminu sem hafði orðið viðskila við hana í illviðrinu.

 Í 4. tölublaði Eiðfaxa árið 2012 var sögð óvenjuleg saga folalds sem fór í bíltúr, svaf á eldhúsgólfi og tók ástfóstri við fjögurra ára heimasætu. Með greininni fylgdi myndband sem sýndi vinina ungu að leik. 

Sagan af Braga litla hefur nú náð eyrum og augum heimspressunnar. Dægurmálabloggarinn Perez Hilton birti þetta skemmtilega myndband á síðu sinni í gær og vakti DV athygli á því í morgun.

Gaman af þessu!