mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Elvar og Kóngur settu Íslandsmet í 250 m skeiði

17. júlí 2011 kl. 11:31

Elvar og Kóngur settu Íslandsmet í 250 m skeiði

Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti urðu Íslandsmeistarar í skeiði þegar þeir fóru 250 metranna á 21,89 sekúndum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga eiga silfurverðlaunahafar greinarinnar á mótinu, Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldurdal, Íslandsmetið í greininni. Ríkjandi Íslandsmet er 22,47 sekúnda og var sett á Metamóti Andvara árið 2009.

Því hafa Elvar og Kóngur slegið metið þegar þeir sigruðu greinina í gær. Metið hefur ekki verið staðfest af LH en samkvæmt Fjólu Viktorsdóttur, eiginkonu Elvars, eru allar líkur á að sprettur þeirra verði staðfestur sem Íslandsmet. 

Til hamingju Elvar!