mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Elvar kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar 2011

30. desember 2011 kl. 11:37

Elvar kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar 2011

Elvar Einarson var í gær kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar 2011 við hátíðlega athöfn í húsi frítímans á Sauðárkróki.

Elvar hefur í ár náð glæsilegum árangri í skeiðgreinum á árinu og ber helst þar hæst Íslandsmet í 250 metra skeiði sem hann sló á Kóngi frá Lækjarmóti á Íslandsmótinu á Selfossi, 21,89 sekúnda. Þá voru Elvar og Kóngur kallaðir í landsliðið, fóru þeir þá til Austurríkis og hlutu þar silfur í æsispennandi 100 metra skeiðkeppni og enduðu í 7.-8. sæti í 250 metra skeiði.

Eiðfaxi óskar íþróttamanni Skagafjarðar, Elvari Einarssyni, til hamingju með verðskuldaðan titil!

 

Af fleiri afrekum Elvars á árinu (fengið af Feyki.is):
Íslandsmót 100m skeið 2. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
Íslandsmót 150m skeið 3. sæti – Hrappur frá Sauðárkróki
 
Stórmót Fáks
250m skeið 1. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
100m skeið 2. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
150m skeið 3. sæti – Hrappur frá Sauðárkróki
 
Félagsmót Stíganda
B-flokkur 1. sæti – Lárus frá Syðra-Skörðugili
A-flokkur 2 hestar í úrslitum Vestir frá Borganesi & Laufi frá Syðra-Skörðugili
 
Mývatn open
Tölt 3. s – Lárus frá Syðra-Skörðugili
Skeið 3. s – Hrappur frá Sauðárkróki
 
KS deildin
Skeið 2. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
Verðlaun í Smala – Mósi í eigu Petru Óladóttur
 
Skagfirska mótaröðin
Slaktaumatölt 1. sæti – Höfðingi frá Dalsgarði
Gæðingafimi 2. sæti – Ópera frá Brautarholti
Skeið 1. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
 
Húnvetnska liðakeppnin
Tölt 2. sæti – Lárus frá Syðra-Skörðugili
4-g. 2. sæti – Ópera frá Brautarholti
Skeið 2. sæti – Kóngur frá Lækjamóti
5-g.  7. sæti (b-úrslit) – Vestri frá Borgarnesi
Stigahæsti knapinn – fullorðnir – 2. sæti
 
Landsmót Vindheimamelar
250m skeið 4. s  (átti besta tímann á mótinu í 250m skeiði, of þungar hlífar í fyrri umferð og tíminn ógildur) – Kóngur frá Lækjamóti
 
Laufskálaréttarhelgi Kappreiðar –
250m skeið 2. sæti – Hrappur frá Sauðárkróki
 
Keppni í tengslum við Landbúnaðarsýningu 
Tölt 2. s – Ópera frá Brautarholti
150m skeið 1. s – Hrappur frá Sauðárkróki