þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellert Þór Benediktsson - Dýralæknir

6. apríl 2013 kl. 18:17

Ellert Þór Benediktsson - Dýralæknir

Ellert Þór Benediktsson, dýralæknir, var jarðsunginn frá Oddakirkju í dag, 6. apríl. Hann lést af slysförum 25. mars 2013.  Fjölmenni var við útförina, en aðstandendur söfnuðust saman fyrir utan kirkjuna í stutta stund eftir hana þar sem félagar úr Hestamannafélaginu Geysi stóðu heiðursvörð.

Ellert var fæddur hinn 30. mars 1967.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni, 17 og 20 ára.  Ellert var dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu.