miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellefu spennandi stóðhestar í notkun á Vesturlandi

27. febrúar 2012 kl. 14:38

Ellefu spennandi stóðhestar í notkun á Vesturlandi

Opnað hefur verið fyrir pantanir undir stóðhesta sem verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands í sumar.

Alls verða 11 stóðhestar á vegum sambandsins á Vesturlandi en þeir eru Darri frá Hjarðartúni, Sólon frá Skáney, Gammur frá Steinnesi, Eldur frá Torfunesi, Kvistur frá Skagaströnd, Ægir frá Efri-Hrepp, Þröstur frá Hvammi, Dynur frá Dísarstöðum 2, Klettur frá Hvammi, NN frá Blesastöðum 1A (Krákssonur) og Ás frá Ármóti.  Dynur frá Hvammi verður á Suðurlandi. 
 
Tekið er við pöntunum á þar til gerðu eyðublaði á vefsíðu Hrossaræktarsambandsins
 
Vakin er athygli á því að félagsmenn deilda sambandsins ganga fyrir til 20. mars. Einnig að allar hryssur sem koma undir hestana þurfa að vera einstaklingsmerktar og er skýrsluhald skilyrði. Þá ber að athuga að ef greiðandi folatolls er annar en umráðamaður hryssu skal nafn hans og kennitala einnig koma fram á skráningareyðublaðinu.
 
Sjá nánar á www.hrossvest.is.