sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Elja frá Sauðholti

17. júlí 2019 kl. 11:30

Elja frá Sauðholti

Kynbótahross Íslands á HM

Nú á sama tíma og landslið Íslands var kynnt til sögunnar var sagt frá því hvaða kynbótahross fara fyrir Íslandshönd á heimsleikanna. Ekki næst alltaf að senda út hæst dæmdu hrossin í hverjum flokki þar sem eigendur þeirra eru ekki tilbúnir að senda þau úr landi, þar sem þau hafa mikið gildi sem kynbótagripir, og eða þá að sala á þeim sé ekki örugg. Fáir þora að taka áhættuna á því að fara erlendis með óselda gripi.

Það er þó mikilvægt að við sendum á heimsleikana góða gripi í kynbótasýningar. Eiðfaxi ætlar að fjalla um öll þau hross sem við sendum til kynbótadóms.

Fulltrúi Íslands í flokki sjö vetra hryssna og eldri er Elja frá Sauðholti 2. Elja er fædd árið 2011 og er því átta vetra gömul. Knapi á Elju er Árni Björn Pálsson sem sýndi hana einnig í vor. Ræktandi Elju eru Jakob S. Þórarinsson og Sigrún Þóroddsdóttir, en eigendur eru Kronshof GbR og Egger-Meier Anja.

Elja er undan Brimni frá Ketilsstöðum og Góu frá Leirulæk. Brimnir er undan Álfasteini frá Selfossi og Hrafnsdótturinni Vakningu frá Ketilsstöðum. Vakning sú er heiðursverðlaunahryssa.

Góa frá Leirulæk er 1.verðlauna hryssa undan Þorra frá Þúfu og Stjörnudís frá Neðra-Ási. Góa á 12 skráð afkvæmi og undan henni hafa þrjú hross komið til kynbótadóms. Meðaleinkunn hæfileika þeirra 8,753 en þetta eru auk Elju, stóðhesturinn Sproti og geldingurinn Veigar.

Elja vakti fyrst athygli þegar hún kom til dóms fimm vetra gömul á miðsumarssýningu á Brávöllum á Selfossi. Sýnandi á henni þá var Jóhann Kristinn Ragnarsson, en hann sýndi hana einnig sjö vetra gamla. Hún var hæst dæmda fimm vetra hryssa ársins 2016 og hlaut hún þá 8,68 fyrir hæfileika, 8,38 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 8,56. Hæst hlaut hún 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi.

Í vor hlaut Elja sinn hæsta dóm fyrir sköpulag 8,56, fyrir hæfileika 8,87 í aðaleinkunn 8,75. Fyrir háls, herðar og bóga hlaut hún einkunnina 9,5 og einnig fyrir hægt tölt.

Elja verður glæsilegur fulltrúi Íslenskrar ræktundar á Heimsleikunum í Berlín og verður gaman að fylgjast með hvernig hún mun reynast á meginlandinu sem ræktunarhryssa.

 

 

Sköpulag

 

Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt - Vel opin augu

Háls/herðar/bógar

9.5

Reistur - Langur - Grannur - Hátt settur

Bak og lend

8.5

Djúp lend - Jöfn lend - Góð baklína

Samræmi

9

Fótagerð

7.5

Réttleiki

7.5

Framf.: Brotin tálína
Afturf.: Brotin tálína

Hófar

8.5

Prúðleiki

7

Sköpulag

8.56

Kostir

 

Tölt

9

Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið - Mjúkt

Brokk

8.5

Rúmt - Taktgott

Skeið

9

Skrefmikið

Stökk

8.5

Teygjugott

Vilji og geðslag

9

Ásækni - Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikil reising - Góður höfuðb.

Fet

8.5

Taktgott - Rösklegt

Hæfileikar

8.87

Hægt tölt

9.5

Hægt stökk

8.5

 

 

Aðaleinkunn

8.75