miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Elisabeth Katharina Schaaf efst í ungmennaflokki

7. ágúst 2013 kl. 16:41

Elisabeth

Hin þýska Elisabeth náði efsta sætinu af Annie Ivarsdottir.

Elisabeth Katharina Schaaf og Njörður vom Shluensee náði efsta sæti í ungmennaflokki í fimmgangi með einkunnina 6,27.

Í öðru sæti er Annie Ivarsdottir með 5,97. Hún keppir fyrir Svíþjóð.

Arnar Bjarki Sigurðsson og Arnar frá Blesastöðum 2A kemur innan skamms inn á völlinn og fróðlegt verður að sjá hvort hann nái að slá Elisabeth við.