laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki á leið á HM

10. maí 2015 kl. 13:12

Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum sigruðu fjórgangskeppni Meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Elin og Frami sigruðu fjórgang Meistaraflokks.

Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, frá hestamannafélaginu Sleipni, sigruðu í fjórgangskeppni Meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Jöfn í 2.-3. sæti voru Ólafur Andri Guðmundsson á Straumi frá Feti og Hulda Gústafsdóttir á Aski frá Laugamýri, en sú síðarnefnda er einnig Reykjavíkurmeistari Fáks.

Í samtali við Elinu sagðist hún ekki vera að horfa til Heimsmeistaramóts í Herning í sumar með Frama. Hún ætli að vera áfram á Íslandi og Frami færi því ekki frá landi. Hún sagði jafnframt að klárinn ætti mun meira inni en hann sýndi í dag.

1 Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum 7,37
2 Hulda Gústafsdóttir / Askur frá Laugamýri 7,20
3 Ólafur Andri Guðmundsson / Straumur frá Feti 7,20 ...
4 Þorvaldur Árni Þorvaldsson / Þrumufleygur frá Álfhólum 7,13
5 Janus Halldór Eiríksson / Barði frá Laugarbökkum 6,87