miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldur og Jakob unnu

7. apríl 2013 kl. 00:05

Eldur og Jakob unnu

Jakob Svavar reið úrslitin af miklu öryggi og vann A-úrslitin með talsverðum yfirburðum en það var mál manna að keppnin hafi allan tíman staðið á milli Jakobs og Viðars Ingólfssonar sem varð annar á sigurvegara töltkeppni Meistaradeildarinnar Vornótt frá Hólabrekku. Þriðja varð Krít frá Miðhjáleigu sem er enn talsvert frá því sem hún hefur verið best.

A-Úrslit
1. Jakob Svavar Sigurðsson Eldur frá Köldukinn - 8,83
2. Viðar Ingólfsson Vornótt frá Hólabrekku - 8,50
3. Leó Geir Arnarson Krít frá Miðhjáleigu - 8,39
4. Hinrik Bragason Smyrill frá Hrísum - 8,00
5. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni - 7,94
6. Sigurður Óli Kristinsson Kná frá Nýjabæ - 7,61

B-Úrslit
1. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni - 7,94
2. Janus Halldór Eiríksson Barði frá Laugarbökkum - 7,83
3. Högni Sturluson Ýmir frá Ármúla - 7,78
4. Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi - 7,67
5. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum - 7,28
6. Hulda Gústafsdóttir Naskur frá Búlandi - 7,11

odinn@eidfaxi.is