laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldur í hesthúsi í Víðidal

27. janúar 2010 kl. 09:17

Eldur í hesthúsi í Víðidal

mbl.is greinir frá í dag: Eldur kom upp í hesthúsi í Víðidal á fimmta tímanum í nótt. Eldurinn kviknaði að sögn lögreglu í bíl sem lagt hafði verið við hlið hesthússins og barst frá honum í veggi hússins.  Vel gekk að slökkva eldinn og unnt var að ná öllum hrossunum, 14 talsins, út úr húsinu ómeiddum.

Ekki er vitað hvað olli eldsupptökum í bílnum og ekki liggur heldur fyrir hversu miklar skemmdir urðu á hesthúsinu en rannsókn stendur enn yfir á staðnum.

www.mbl.is