miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldur í hesthúsi í Skagafirði

17. júní 2010 kl. 22:07

Mynd: DV

Eldur í hesthúsi í Skagafirði

Sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Skagafjarðar voru kallaðir að hesthúsi um klukkan tólf í dag. Kviknað hafði í hesthúsinu, sem stendur á Nöfnum, en eigendur hússins höfðu verið þar fyrr um morgunin en ekki orðið varir við neitt.

Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði tölverður eldur í húsinu. Húsið hafði á árum áður verið notað sem fjárhús en á undanförnum árum hefur það gengt hlutverki hesthúss og eða tryppiskýlis.

Slökkviliðið náði tökum á aðstæðum rúmlega hálf eitt. Ekkert rafmagn var í húsinu en timbrið var þurrt og gamalt, auk þess sem gamalt hey var í húsinu.

Slökkvilið mun vakta húsið fram eftir degi, en mikill hiti var enn í húsinu um klukkan eitt.

 

DV.is greinir frá.