mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldjárn frá Tjaldhólum gerir það gott

6. júlí 2011 kl. 13:43

Eldjárn frá Tjaldhólum gerir það gott

Eldjárn frá Tjaldhólum undirstrikaði það á síðasta landsmóti að hann er einn af fremstu gæðingum landsins, en árangur hans á kynbótasviðinu er einnig frábær. Dóttir hans Fura frá Hellu varð í öðru sæti í flokki 4 vetra hryssna á nýafst-ðnu landsmóti. Sonur hans Freyr frá Skeiðvöllum vakti einnig mikla athigli á kynbótasýningu í Strömsholm í Svíþjóð á dögunum er hann fór í hæsta dóm sem 4 vetra stóðhestur hefur farið í á þessu ári, 8,55 fyrir byggingu, 8,28 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,39. Glæsilegt það.