sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldhestar hljóta Umverfisverðlaun Ferðamálastofu 2011

16. desember 2011 kl. 11:40

Hótel Eldhestar í Ölfusi.

Fagna aldarfjórðungs afmæli

Eldhestar í Ölfusi eru handhafar umverfisverðlauna Ferðamálastofu árið 2011 fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur.


Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning til þeirra sem stunda ferðaþjónustu um að huga vel að umhverfinu í allri starfsemi sinni.


Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986 og fagnar því aldarfjórðungs afmæli á þessu ári. Föfuðstöðvarnar voru fyrstu árin í rauðum gámi við þjóðveg 1 í Ölfusi. Í júní árið 2002 fluttu þeir sig yfir götuna og tóku í notkun Hótel Eldhesta, sem er búið 26 tveggja manna herbergjum og matsal sem tekur um 70-80 manns. Ennfremur hesthús og aðra aðstöðu fyrir starfssemina.

Hestablaðið óskar Eldhestum til hamingju með verðlaunin og áframhaldandi góðu gengi á komandi árum.