sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki spretthlaup heldur langhlaup segir Guðmundur í Skálakoti í nýjasta Eiðfaxa

10. júlí 2010 kl. 18:07

Ekki spretthlaup heldur langhlaup segir Guðmundur í Skálakoti í nýjasta Eiðfaxa

 „Það var ekki fyrr en að morgni 17. apríl sem fór að syrta í álinn hér. Þá helltist yfir öskubylur og það birti ekkert þann daginn,“ segir Guðmundur sem daginn áður hafði keppst við að koma hrossum og kindum á hús eins og hægt var.

 

„Við hjálpuðumst að nágrannarnir í sveitinni en líklega hafa þetta verið um 350 hestar sem þurfti að bjarga undan öskunni,“ segir hann en tekur fram að hluti stóðsins hafi ekki verið hýstur en í stað þess rekinn undan bylnum. „Stóðið færði ég á milli hólfa og sumir gerðu grín að því að ég myndi enda á að fara með það hringinn í kringum landið,“ segir hann glettinn en hann fór með 150 til 200 hesta stóð alla leið út að Markarfljóti. „Ég gerði lítið annað þá daga en að reka hross,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hrossin hafi ekki sýnt neina hræðslu: „Þau tóku þessu af mikilli yfirvegun og það var eins og þau hefðu líka fengið einhverja æfingu eins og mannfólkið.“

Meira í viðtali við Guðmund í nýjasta tölublaði Eiðfaxa sem er kominn á sölustaði.