sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Ekki á Landsmót strax"

odinn@eidfaxi.is
4. mars 2014 kl. 21:36

Hleð spilara...

Það var skyndiákvörðun að fara á ístölt austurlands.

Þær voru sáttar við árangurinn stúlkurnar í efstu sætunum í unglingaflokki á Ístölti Austurlands á laugardaginn.

Sigurvegarinn var Guðrún Harpa Jóhannsdóttir en hún er nýlega byrjuð í hestamennsku. Keppnishestur hennar heitir Gloppa frá Litla-Garði en hún segist ætla að bíða með að stefna á Landsmót.

Eyjalín varð önnur en hún keppti á Klerksdótturinni Trú frá Ási og var mjög sátt við árangurinn, enda fyrsta keppni þeirra.