miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Ekki hægt að kvarta"

28. júní 2016 kl. 13:52

Rigning í Hjaltadalnum en bjart yfir fólki.

Nú er forkeppni að ljúka í öllum flokkum en einungis á eftir að dæma keppendur í unglingaflokki. Dómstörf hafa gengið ágætlega og lítið hægt að setja út á það. Gísli Guðjónsson, gæðingadómari er ángæður með svæðið og segir keppni hafa gengið frábærlega fram að þessu. “Þetta er frábært við getum ekki kvartað neitt. Dómstörf hafa gengið að mestu leysti vel. Það er alltaf erfiðara þegar fleiri eru inn á í einu en við erum tveir að dæma saman svo við getum fylgt hverjum hesti eftir. Hestakosturinn er æðislegur, barnaflokkurinn var frábær enda á þetta að vera þannig.”