miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki hægt að kaupa árangur

27. september 2012 kl. 10:02

Ekki hægt að kaupa árangur

Ársæll Jónsson, úrvalsræktandi að Eystra-Fróðholti, er í stórviðtali í 6. tbl. Eiðfaxa.

Þar segir Ársæll m.a. að hestamennskan og hrossaræktin hafi breyst mikið frá því hann byrjaði. Áður fyrr hafi ræktunin verið mest á höndum bænda en í seinni tíð hafi áhugasamir hestamenn af mölinni aukið hrossarækt sína.

 „Það er gott að fá fleiri ræktendur inn í hrossaræktina. En það er samt erfitt að rækta hross eins og sumir gera það í dag, þar sem farið er af stað með mikið fjármagn, dýrar merar keyptar og þær paraðar saman við stóðhesta eftir tölum á blaði en ekki innsæinu. Íslenski hesturinn er svo magnaður að árangur í hrossarækt er ekki keyptur með peningum. Hrossaræktin er svo margslungin að hún stjórnast ekki af fjármagni. Menn verða að rækta með hjartanu.“

 

Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast sjötta tölublaðið  í vefútgáfunni hér.

Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér. Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is. Þá munum við opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.

Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.

Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.