föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fór ekki eins og ætlað var

odinn@eidfaxi.is
1. júlí 2014 kl. 21:07

Hleð spilara...

Kiljan var góður á tölti og brokki en skeiðið klikkaði.

Kiljan frá Steinnesi var einn þeirra hesta sem taldir voru líklegir í afreka í A-flokki gæðinga hér á Landsmóti.

Ekki fór eins og ætlað var því eftir góðar sýningar á tölti og brokki þá misfórst skeiðspretturinn. Sýningu hans má sjá á meðfylgjandi myndbandi.

Þrátt fyrir þetta er hlutverki Kiljans ekki lokið hér á Landsmóti því að hann verður sýndur til 1.verðlauna fyrir afkvæmi á laugardaginn þar sem hann er í öðru sæti.