laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki benda á mig

1. febrúar 2014 kl. 12:00

Fagráð í hrossarækt setti á stofn nefnd til að skoða áverkamálin.

Umfjöllun um áverka kynbótahrossa í 1. tbl. Eiðfaxa.

 

Umræða um áverka kynbótahrossa hefur verið hávær á undanförnum misserum, en ekki eru allir á einu máli um það hvað veldur og hvar ábyrgðin­ liggur. Knöpum finnst sumum hverjum skuldinni skellt á þá, en þegar gögnin eru gerð upp bendir flest til að þeir séu helsti orsakaþátturinn.

Hins vegar er það staðreynd að hlutfall skráðra áverka á kynbótasýningum árið 2013 var 23,8%. Þá voru skráðir áverkar í 91,7% tilfella hjá einum knapanum. Fagráð í hrossarækt setti á stofn nefnd til að skoða þessi mál.

Niðurstöður nefndarinnar má nálgast í 1. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.