laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki ástæða til afsagnar

16. febrúar 2012 kl. 15:49

Kristinn Guðnason, formaður fagráðs í hrossarækt.

Stikkorð

Guðnason  • Kristinn

Tengt efni

Í rólegheitum á toppinn

Segir Kristinn Guðnason um ummæli Guðlaugs Antonssonar

Ýmsir telja að Guðlaugi Antonssyni sé varla sætt í embætti eftir fund Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í gærkvöldi (sjá frétt hér á síðunni). Þar talaði Guðlaugur með þeim hætti að fór verulega fyrir brjóstið á fundargestum. Hann baðst síðar á fundinum afsökunar á ummælum sínum.

Kristinn Guðnason, formaður fagráðs í hrossarækt, telur ekki að Guðlaugur eigi að segja af sér.
„Ýmislegt sem Guðlaugur sagði á fundinum var vissulega óvarlegt og ekki viðeigandi af manni í hans stöðu. Hann baðst hins vegar afsökunar á framkomu sinni og er maður að meiri fyrir vikið. Mér finnst þetta ekki ástæða til afsagnar,“ segir Kristinn.

Eftir miklar hitaumræður um fyrirhugaðar breytingar á kynbótasýningum á Landsmóti, sem ganga út á að fækka ferðum í fordómi og færa yfirlitssýningar að hluta inn á hringvöll, samþykkti fundurinn ályktun þar sem lagt er til að þess í stað verði ferðum í yfirliti fækkað til muna. Kristni líst ekki á þær hugmyndir.

Það stendur á okkur sú krafa að stytta sýningartíma kynbótahrossa á Landsmóti. Okkar hugmynd gengur út að stytta sýningartímann, en jafnframt að stækka sýningargluggann, færa kynbótahrossin nær áhorfendum á besta tíma. Við höfum kynnt þessar hugmyndir okkar og þær féllu í góðan jarðveg til að byrja með alla vega. Nú er komin upp mikil andstaða hjá allstórum hópi að því er virðist. Mér líst ekki á þá hugmynd sem samþykkt var á fundinum. Hún gengur í rauninni út á að minnka sýningargluggann, sem ég held að sé alls ekki það sem við þurfum á að halda,“ segir Kristinn.