sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki algilt mat

26. mars 2012 kl. 10:58

Ekki algilt mat

Æðsta viðurkenning hvers hrossaræktanda eru heiðursverðlaun. Það er löng vegferð frá því að hross er ræktað þar til það hlýtur afkvæmaverðlaun. 

Þar eru margir til kallaðir en fáir útvaldir. Á síðustu tíu árum hafa rétt um þrjátíu hryssur hlotið þessa nafnbót, en ljóst er að aðeins lítið brot af þeim hryssum sem fara í ræktun ná þessu marki. Margir þættir eru vegnir saman þegar kynbótamat hryssu er reiknað fyrir afkvæmi. 
 
Í 2. tölublaði Eiðfaxa 2012 er farið yfir sögu afkvæmaverðlauna, kosti þeirra og galla.
 
Fjallað er um nokkrar hryssur sem komið hafa fram með fjölda áhugaverðra afkvæma, markað spor í ræktunina en ekki náð heiðursverðlaunum. 
 
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast þetta fyrsta tölublað ársins í vefútgáfunni hér.
 
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
 
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.