föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekkert slor á Stórsýningu Fáks laugardagskvöld

1. maí 2010 kl. 10:25

Ekkert slor á Stórsýningu Fáks laugardagskvöld

Ekkert slor eða hor verður á Stórssýningu Fáks sem verður haldin á laugardagskvöldið í Reiðhöllinni í Víðidal. Glæsilegir hestar og flottir knapar verða á sýningunni sem byrjar kl. 21:00.
M.a. verða eftirtalin atriði:


*Sædynur frá Múla og Stígandi frá Stóra-Hofi í klárhestadúói
*Afkvæmahópar Leiknis frá Vakursstöðum, Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hryms frá Hofi.
*Töltslaufur 20 Fákskvenna.
*Limur frá Leiðólfsstöðum
*Ræktunarhópur frá Ragnheiði Samúelsdóttur
*Klárhestar, alhliða hryssur og gæðingar.
*Stóðhestaveisla frá Syðri –Gegnishólum.
*Fróði frá Staðartungu, Vilmundur frá Feti, Borði frá Fellskoti og Þórir frá Hólum
*Skeiðkeppni
*Ás frá Ármóti og dætur
* Ungmenni í Fáki
* Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum
*og margt fleira skemmtilegt.


Miðar seldir við innganginn og er miðaverð aðeins kr. 2.000


Bjórkvöld í Fáki eftir sýninguna – frítt inn, glaumur og gleði.