sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eitthvað fyrir alla

7. febrúar 2010 kl. 10:29

Eitthvað fyrir alla

Fyrir þá sem mæta á mót Meistaradeildar VÍS í Ölfushöllinni í vetur verður ýmislegt sem gleður augað en það er ekki eingöngu það sem gestirnir geta fengið í höllinni í vetur.

Veitingarnar eru ekki af verri endanum. Í vetur verða pizzur búnar til frá grunni á staðnum, heitar og kaldar samlokur, kaffi, meðlæti, gos og að sjálfsögðu eitthvað kalt til að kyngja þessum dásemdum niður með. Það er Linda Björgvinsdóttir sem stendur vaktina í veitingasölunni ásamt góðum hóp af fólki. En í pizzabaksturinn dugði ekkert minna en bakari af Hróa Hetti með margra ára reynslu í bransanum.

Í sjálfum veitingasalnum er listamaðurinn Bragi Sverrisson búinn að hengja upp myndir eftir sig og geta gestirnir dáðst að verkum hans í hléi meðan þeir neyta veitinganna.