sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eitt vinsælasta hestamót ársins um helgina

Jens Einarsson
3. september 2010 kl. 11:27

Helstu stjörnur sumarsins skráðar til leiks

Eitt stærsta og vinsælasta hestamót ársins, Meistaramót Andvara, hófst í dag á svæði félagsins á Andvaravöllum (Kjóavöllum). Skráningar eru 334, þar af 87 í áhugamannaflokkum. Keppt er í A og B flokki gæðinga, tölti og 250m, 150m og 100m skeiði.

Í A og B flokki er keppt á beinni braut, sem er óhefðbundið, en mjög vinsælt hjá knöpum og áhorfendum. Reglur eru frjálslegri en á hefðbundnum mótum, til dæmis er ekki fótaskoðun. 100m skeiðið er riðið að kvöldi til í flóðljósum. Keppandinn kemur inn í ljósin á brautinni þegar hann er kominn á fulla ferð. Þetta setur afar skemmilegan lit á hlaupið og gerir það skemmtilegra að horfa á en ella.

Flestar skærustu stjörnur sumarsins eru skráðar til leiks. Sigurbjörn Bárðarson, nestor skeiðmanna, er skráður í allar greinar. Sigursteinn Sumarliðason er skráður með Álm frá Skjálg og Ölmu frá Blesastöðum í A og B flokk. Vignir Siggeirsson mætir með Óm frá Hemlu í A flokk. Siggi Sig á Kjarnorku frá Kálfholti og Tryggvi Björnsson á Braga frá Kópavogi mæta í klárhestagreinarar. Þá má geta þess að Skafti Steinbjörnsson og Elvar Einarsson koma norðan úr Skagafirði á mótið og Trausti Þór Guðmundsson er kominn á keppnisbuxurnar eftir nokkurt hlé og er skráður í A og B flokk á hross úr eigin ræktun.