þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einvaldurinn ágripinn

8. ágúst 2013 kl. 12:31

Hleð spilara...

Utanvallarkeppni gömlu refanna, landsliðseinvaldsins og heimsmeistara heimsmeistaranna, endaði illa.

Félagarnir Hafliði Halldórsson landsliðsstjóri og Sigurbjörn Bárðarson, sem þjónar hlutverki þjálfara liðsins í þetta skiptið, fengu þá frábæru hugmynd eftir æfingu landsliðsins í gær að sjá hvor þeirra væri fljótari í  200 metra spretthlaupi á tvem fótum.

Sem áður segir endaði spretturinn með ósköpum, og Hafliði sleit líklega kálfvöðva. Það má því segja að Sigurbjörn hafi tekið eitt gull á þessu heimsmeistaramóti.