mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einstök reynsla í æskulýðsbúðum FEIF

9. september 2013 kl. 08:53

Íslensku þáttakendur æskulýðsbúðanna Youth Camp ásamt fararstjórunum Andreu M. Þorvaldsdóttur og Helgu Björg Helgadóttur.

Unglingamót FEIF á Íslandi á næsta ári.

Annað hvert ár stendur æskulýðsnefnd alþjóðasamtakanna FEIF fyrir sumarbúðum fyrir unglinga, sem ber nafnið Youth Camp. Tilgangur æskulýðsbúða er að sameina ungt Íslandshestafólk víðs vegar að úr heiminum.

Í ár komu 35 unglingar saman á búgarðinum Stall Kjersem í Tresfjorden á Vesturströnd Noregs dagana. 21. – 28. júlí. Gestgjafarnir voru feðgarnir Björn Kjersem og Stian Pederson, en sá síðarnefndi velþekktur innan keppnisgeirans og hefur m.a. hampað heimsmeistaratitlum fimm sinnum.

Fimm 15 og 16 ára hestamenn frá Islandi tóku þátt í búðunum, þau Arnór Hugi Sigurðsson og Viktoría Gunnarsdóttir úr hestamannafélaginu Dreyra, Ingi Björn Leifsson úr Sleipni, Kolbrún Lind Malmquist úr Létti og Guðbjörg Halldórsdóttir úr Skugga.

Þessi vikulanga dvöl krakkana var einstök reynsla. Auk þess að fara á hestbak sér til ánægju, bæði í upp í fjöll og í keppni, nutu þau handleiðslu og reynslu feðgana sem kenndu þeim sitthvað um hestamennsku. Þar á meðal gátu þau séð hvernig Björn Kjersem undirbjó ótamda hesta undir reið á aðeins fimm dögum, en hann nýtir sér svokallaðar “grænar” og hestvænar aðferðir við fortamningu.

Ferðasögu hópsins má nálgast hér.

Þess má svo geta að á næsta ári stendur æskulýðsnefnd FEIF fyrir unglingamótinu Youth Cup og mun það fara fram hér á landi. Búist er við um 60 unglingum víðs vegar að úr heiminum hingað til lands auk íslenskrar keppenda og munu þau fara í kennslubúðir og etja svo kappi sín á milli í íþróttakeppni.