fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einstakt tækifæri með þreföldum Íslandsmeistara

15. október 2013 kl. 09:21

Jakob og Aur frá Lundum

Helgarnámskeið 26. og 27.október

Jakob Sigurðsson reiðkennari og tamningamaður verður með helgarnámskeið 26 og 27 október á Skáney í Borgarfirði. Námskeiðið er byggt upp sem einkakennsla og er því mjög einstaklingsmiðað eftir verkefnum knapa og hests, ásamt því að fylgjast með öðrum. Tilvalið tækifæri til að byggja sig upp fyrir veturinn. Verð 22.000 á mann, innifalið kennsla,hesthúspláss og hádegismatur, kaffi og með því báða dagana. Örfá sæti laus, fyrstir koma fyrstir fá. Upplýsingar/skráning: randi@skaney.is sími 8946343