laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eins og villta vestrið

6. apríl 2015 kl. 12:00

Á spretti um Breiðholtshverfi.

 Léttismenn gerðu hrossarekstur að umræðuefni félagsfundar í byrjun mánaðarins. Mikil hefð er fyrir rekstri hjá Akureyringum en svo virðist sem reglum sé ekki framfylgt. Sigfús Helgason segir á vefsíðu sinni að í Breiðholtshverfi ríki ófremdarástand. Þar séu laus hross á dragstökki um allt hverfið. Ástandinu líkir hann við villta vestrið. Á fundi Léttismanna var ákveðið að hnykkja á óskráðum reglum um rekstur. Skulu hesteigendur án undantekninga teyma hrossa sín í rekstrargerði og aldrei leggja af stað með rekstur eftir kl. 10. Þá er mælst til þess að atvinnumenn nýti virka daga til rekstrar og láti hinum almenna hestamanni helgarnar­ eftir.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is