fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einn á topp 10

odinn@eidfaxi.is
27. október 2014 kl. 14:07

Mozart från Sundsberg

Ræktun á íslenskum hestum er talsvert viðamikil í Svíþjóð en árið 2013 voru skráð tæp 900 fædd folöld þar í landi samkvæmt ættbókinni.

Árangur svía hefur verið góður á undaförnum árum, en nú í ár er einungis einn hestur fæddur í Svíþjóð á topp 10 í sínum andursflokki. Það er stóðhesturinn Mozart frá Sundsberg, sonur Ísars frá Keldudal og Vor frá Österåker. Vor er dóttir Thokka frá Österåker en tvö af þremur dæmdum afkvæmum hennar hafa hlotið 1.verðlaun.

Hæst dæmda hryssa árisins á Svíþjóð er hins vegar Stella frá Sanda, dóttir Vefs frá Eikarbrekku og Söndru frá Tumabrekku. Stella hlaut 8,37 í aðaleinkunn.

Hér er listi yfir hæst dæmdu hross Svíþjóðar í hverjum aldursflokki:

SE2010102103   Sólargeisli frá Skogstjärnan 8,19

SE2010201788   Glitra frá Lindeberg 7,88

SE2009110329   Viking frá Österåker 8,26

SE2009210281   Kátína frá Knutshyttan  8,33

SE2008110076   Skuggi frá Kolungens Gård  8,28

SE2008209246   Stella frá Sanda                8,37

SE2007107342   Mozart frá Sundsberg   8,72

SE2007207804   Gleði frá Hestwite 8,17