mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einn sá besti geltur

odinn@eidfaxi.is
26. nóvember 2013 kl. 14:31

Gelding á hesti.

Úrvalsgæðingur vanaður fyrir útflutning

Samkvæmt Worldfeng var einn af hæstdæmdu stóðhestum landsins geltur fyrir útflutning, en samkvæmt heimildum Eiðfaxa þá fór hin nýi bandaríski eigandi hestsins fram á að hann yrði geltur áður en hann héldi yfir hafið til Bandaríkjanna.

Hesturinn sem um ræðir er Skuggi frá Strandarhjáleigu, en hann var samkvæmt Worldfeng geltur 20.september í ár og fluttur út átta dögum síðar.

Skuggi hefur hæst hlotið 8.91 fyrir kosti og þar af 9,0 fyrir tölt, skeið og stökk og 9,5 fyrir vilja/geðslag. Hæsta aðaleinkunn hans í kynbótadómi er 8,49.

Skuggi hefur einnig náð langt í keppni á hringvelli og þar á meðal yfir 7,00 fimmgangi og rétt um 8,60 í A-flokki gæðinga.