laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einn Landsmótsstað?

29. júní 2012 kl. 15:47

Einn Landsmótsstað?

Það er mál manna að framkvæmdin á Landsmóti 2012 í Víðidal hafi heppnast mjög vel. Öll aðstaða fyrir knapa, hesta, áhorfendur og starfsfólk er til fyrirmyndar.

Þeir knapar og aðstandendur hrossa sem blaðamaður Eiðfaxa hefur rætt við hafa allir sömu söguna að segja. Þeir eru sammálu um að mun minna álag sé á hrossum, knöpum og starfsfólki þeirra vegna þess að ekki þarf að keyra hross um lengri veg í hesthús. Þetta hefur verið mikið álag á keppendur og aðstandendur hrossa og hafa hross oft þurft að standa á kerrum lengi dags, sem er vart boðlegt.

Spurningin er hvort tími sé um að sameinast um einn Landsmótsstað þar sem byggð væri upp frábær aðstaða fyrir hrossin, knapana, starfsfólk og áhorfendur. Þá væri hægt að byggja varanlega stúku, en það virðist vera hægt að gera hjá nánast öllum knattspyrnufélögum sem keppa í Úrvalsdeild. Ef hestamenn gætu sameinast um einn stað væri auðveldara að byggja upp til framtíðar en ekki tjalda til einnar nætur líkt og gert er nú.

Er ekki komin tími til að hugsa til framtíðar og leggja hagsmunapot og hreppapólitík  til hliðar og gera það sem er greininni til framdráttar?

odinn@eidfaxi.is