mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einn aðili hefur gefið kost á sér til formennsku

30. janúar 2014 kl. 09:28

Hrossaræktarsamtök Suðurlands

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn 5.febrúar í Hliðskjálf sem er félagsheimili  Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi og hefst fundurinn kl 20:00.

Hér fyrir neðan birtist grein vegna aðalfundar HS:

"Auk hefðbundina aðalfundastarfa verðum við með góðan gest sem er Eyjólfur Ísólfsson og mun hann verða  með framsögu um markaðsmál sem verður vafalaust fróðleg og upplýsandi að hlusta á.

Á fundinum  verður kosið um formann, en það er gert á þriggja ára fresti, um varamenn en þeir eru kosnir til eins ár,  kosnir fulltrúar samtakanna til aðalfundar Félags hrossabænda og fulltrúar til aðalfundar Búnaðarsambands Suðurlands.

Ég hef gengt hlutverki formanns H.S. undan farin 6 ár sem reyndar hafa verið undur fljót að líða, starfið hefur verið skemmtilegt og gefið mér tækifæri til að kynnast fjölda fólks sem ég annars hefði tæpast kynnst. Ég gef ekki kost á mér til áframhaldandi  formennsku þar sem ég hef tekið að mér formennsku í Félagi Hrossabænda sem er ærið verkefni og eins er ekki viðeigandi að sami aðilinn gegni báðum þessum hlutverkum samtímis. Til þessa hefur einn aðili gefið kost á sér til formennsku fyrir samtökin  en það er Sigríkur Jónsson. Sigríkur er búsettur á Syðri Úlfsstöðum í Landeyjum hann hefur verið stjórnarmaður  í samtökunum síðustu misseri og staðið sig vel sem slíkur.  Það er verkefni okkar sem leiðum starf samtakanna á hverjum tíma að laða fólk til starfa og þátttöku og að sjálfssögðu  er öllum félögum í H.S. frjálst að bjóða sig fram til formennsku sem og annara hlutverka hjá samtökunum.

Að lokum vil ég þakka öllum félögum H.S fyrir gott samstarf og áhuga á starfi samtakanna í minni formannstíð, starfsfólki Búnaðarsambands Suðurlands þakka ég fyrir góð samskipti og sér í lagi Höllu Eygló Sveinsdóttur fyrir hennar mikilvæga stuðning við starf Hrossaræktarsamtök Suðurlands."

Með ræktunarkveðju, Sveinn Steinarsson