sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einkvæmt UELN númer á öll hross

10. nóvember 2009 kl. 13:21

Einkvæmt UELN númer á öll hross

Samkvæmt tilskipun ESB 504/2008 verða öll  hross að fá svokallað Unique Equine Live Number (UELN)fyrir lok þessa árs sem koma fram á öllum opinberum skjölum um hrossin svo sem hestavegabréfum. Bændasamtök Íslands hafa fengið úthlutað númerinu 352002. Það þýðir að öll hross fædd á Íslandi fá UELN sem byrjar á þessum 6 tölustöfum en síðan koma 9 tölustafir sem eru þeir sömu og síðustu 9 tölustafirnir í fæðingarnúmeri hrossins. Hrossaræktendur þurfa ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þessari breytingu því hross fá sjálfkrafa UELN númer þegar það er skráð inn í WF upphafi.

Samkvæmt sömu ESB tilskipun þarf að gera ákveðnar breytingar á vegabréfum hrossa til að uppfylla skilyrði hennar svo sem um sérstakan kafla um upplýsingar um lyfja- og sjúkdómaskráningu (kafli IX).

Að sögn Jóns Baldur Lorange, verkefnisstjóra WF, er verið að vinna að nauðsynlegum breytingum til að uppfylla öll ákvæði tilskipunarinnar því að þó að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu þá eru hross flutt til ríkja ESB sem og að ræktunarsambönd ríkja innan ESB nota WorldFeng sem ættbókarkerfi svo sem Bretar, Danir og Svíar sem gefa út hestavegabréf beint úr WF. Svíar eru nú þegar farnir að gefa út nýja útgáfu af hestavegabréfum í gegnum WF. Í sumar áttu Kim Middel, fulltrúi Bændasamtakanna og WF, og Guðmundur Sigþórsson, frá sendiráði Íslands í Brussel, fund með fulltrúum framkvæmdarstjórnar ESB sem sjá um dýravelferð og heilsu dýra, þeim dr. Alf-Eckbert Fússel og dr. Kai-Uwe Sprenger til að ræða um áðurnefnda tilskipun og leita svara um útfærslu t.d. á nýju og stöðluðu hestavegabréfi. Þá hefur Jón Baldur verið í sambandi við Bérengère Lacroix, verkefnisstjóra UELN hjá les Haras í Frakklandi, til að útfæra UELN kerfið í WF. "Við stefnum svo að því að klára málið í þessum mánuði en tilskipunin tók gildi 1. júlí sl. en tími var gefinn til áramóta til að koma henni í framkvæmd að fullu", sagði Jón Baldur að lokum.

/www.worldfengur.com