miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eineistungur seldur úr landi án athugasemda

Jens Einarsson
2. september 2009 kl. 14:55

Ekki hægt að láta kaupin ganga til baka

Stóðhesturinn Kraftur frá Kvistum var dæmdur eineistungur þegar hann kom til Svíþjóðar síðastliðinn vetur og er því ekki samþykktur til undaneldis þar í landi. Annað eistað er mun minna en hitt og talið óeðlilega lítið. Engar athugasemdir voru gerðar við eistu hestsins, hvorki við skoðun í kynbótadómi á Íslandi, né í heilbrigðisskoðun áður en hesturinn var seldur úr landi.

Magnús Skúlason, kaupandi og milligöngumaður, segir að þetta sé mikill skaði. Hesturinn hafi verið dýr. Að sjálfssögðu sé ekki möguleiki að skila hestinum þar sem óheimilt sé að flytja hross til Íslands. Seljandinn hafi líka selt hestinn í góðri trú. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við eistu hans við skoðanir heima Íslandi. Magnús segir að í undirbúningi sé að kaupendur leyti réttar síns fyrir dómi. Ábyrgðin sé að sínu mati fyrst og fremst hjá þeim dýralæknum sem gáfu hestinum fullt heilbrigðisvottorð á Íslandi. Magnús vildi að svo stöddu ekki tjá sig frekar um málið.