laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eindæma frétt

28. september 2010 kl. 17:56

Eindæma frétt

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er dapurleg frétt af hestamanni sem missti það sem kallað var öndvegisfolald úr hestapestinni. Við lestur þessarar forsíðufréttar er ýmislegt sem veldur heilabrotum. 

 
Undanfarið hefur verið brýnt fyrir fólki að fylgjast vel með ungviðinu og ekki síst folöldum sem koma með mæðrum sínum úr stóðhestagirðingum.  Þegar þessi umræddu hross komu úr girðingu er hryssan veik samkvæmt fréttinni, folaldið veikist svo á miðvikudaginn og drepst skömmu síðar. 
Ekki var hægt að sjá í fréttinni að þau hafi verið meðhöndluð á neinn hátt annan en þann að eftirlit var haft með þeim. Ekki kemur fram að um fúkkalyfjagjöf hafi verið að ræða, en það er sú meðhöndlun sem getur bjargað hrossum ef bakteríusýkingin er komin á stað.
 Forsíðumyndin með fréttinni er af dauðu folaldinu þar sem hryssan stendur yfir því á meðan tveir menn baksa við að grafa það. Í flestum tilfellum hefði verið eðlilegra og mannúðlegra að fara með hryssuna annað en ekki láta hana standa yfir aðgerðunum. Einnig vaknar upp spurning um tilgang þess að mynda svona atburð og birta á forsíðu dagblaðs.