sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einar Öder hlaut Gullmerki LH

11. janúar 2015 kl. 16:59

Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti.

Hestamaður og náttúrubarn fram í fingurgóma.

Einar Öder Magnússon var sæmdur Gullmerki LH á Uppskeruhátíðinni í gærkvöldi. Einar Öder hefur gefið hestamennskunni mikið og var vel að þessari viðurkenningu komin. Einar komst ekki sjálfur til að veita verðlaunum viðtöku en þess í stað var sýnt hjartnæmt myndband þar sem hann þakkaði fyrir þennan heiður sem hann sagði vera þann stærsta sem honum hafi hlotnast. Svanhvít kona hans og Magnús, sonur hans mættu til að taka á móti viðurkenningunni.