laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einangruninni að ljúka

odinn@eidfaxi.is
17. desember 2013 kl. 22:08

Járningarmaðurinn Steven O'grady

Ekkert borið á smiti

Eins og fram hefur komið í fréttaflutning hér á vefnum þá voru hrossin á Hólaborg sett í farbann eftir að athugasemdir voru gerðar vegna innfluttnings á járningartækjum til landsins. 

Samkvæmt upplýsingum frá Marvælastofnun þá verður farbanni því sem verið hefur í gildi aflétt á morgun 18.desember, en samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur yfirdýralækni hjá MAST þá hefur ekkert óeðlilegt komið fram í hrossunum á Hólaborg og því ekki ástæða til að framlengja farbanninu.

Engir hestar hafa mátt fara frá staðnum í fjórar vikur án samþykkis Héraðsdýralæknis, en það var gert til að koma í veg fyrir að mögulegt smit breyddist út frá staðnum. Nú þykir hins vegar ljóst að engin hætta skapaðist í þetta sinn.

Þetta hlýtur þó að vera hestamönnum víti til varnaðar því að miklir hagsmunir eru í húfi líkt og hestamenn urðu illilega varir bæði árið 1998 og 2010.