föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ein stærsta folaldsýning ársins

3. mars 2016 kl. 16:17

Folald

Folatollar í verðlaun og á uppboði.

Minnum á eina stærstu folaldasýningu ársins sem verður haldin á Sörlastöðum, félagssvæði hestamannafélagsins Sörla Hfj, laugardaginn 5.mars n.k.   

Kaffi og veitingasala verður á staðnum og er þetta frábær fjölskylduskemmtun. Nokkur folöld sem hafa mætt til leiks til okkar á Sörlastaði á sl árum hafa gert garðinn frægan á kynbótabrautinni t.d. Kolskeggur, Herjólfur og Herkúles.

 

Dómarar eru  Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktar ráðunautur og Magnús Benediktsson.

Folatollar verða á uppboði og einnig í verðlaun fyrir úrslitafolöldin og eru þeir ekki af verri endanum!

Uppboðs og verðlaunatollar eru:
Ölnir  frá Akranesi
Skýr frá Skálakoti
Jarl frá Árbæjarhjáleigu
Steggur frá Hrísdal
Trausti frá Þóroddstöðum (hæst dæmdi  4 vetra foli ársins 2015)
Eldjárn frá Tjaldhólum  
Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Boði Breiðholti Garðabæ
Hljómur frá Herríðarhóli

Skráning er í fullum gangi og skal senda skráningar á netfangið topphross@gmail.com
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
-Nafn folalds, uppruni og IS númer
-Nöfn móður og föður folalds
-Litur
-Eigandi og ræktandi folalds


Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509
Skráningu lýkur á miðnætti, fimmtudaginn 3.mars.
Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafn folalds sem skýringu.