þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fylfull með frystu sæði

28. ágúst 2014 kl. 13:44

Guðmar Aubertsson dýralæknir á Sandhólaferju festi kaup á nýjum búnaði til sæðingarstarfssemi í vetur. Þar á meðal eru tæki til að djúpfrysta sæði.

Frystingartilraunir halda áfram.

Lítil reynsla er af sæðingum með frystu sæði hér á landi en tilraunir voru gerðar í Gunnarsholti þegar sæðingar voru stundaðar þar en þó í mjög smáum stíl. Nú í vetur festi Guðmar dýralæknir á Sandhólaferju kaup á búnaði til sæðingarstarfssemi og þar á meðal tækja til djúpfrystingar á sæði. Aðstaðan á Sandhólaferju hefur verið bætt til muna og er nú að flestu leiti samanburðarhæf við það sem best þekkist í Evrópu.

"Ég ætla mér að fara rólega af stað í þessum efnum og megináherslan verður fyrst og síðast á sæðingar með fersku sæði" segir Guðmar þegar hann er spurður um framtíð sæðinga með frosnu sæði. Guðmar bætir við að tvær hryssur hafi verið sæddar með þessari aðferð og að önnur þeirra sé með staðfest fyl.

Grein um málið má nálgast í 8. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.