fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eignarmat kynbótahesta

odinn@eidfaxi.is
29. ágúst 2017 kl. 14:44

Þórður Þorgeirsson á Óskari frá Blesastöðum.

Hvað kosta dýr á Íslandi?

Vef Dagblaðsins var um daginn skemmtileg frétt um hvert viðmið ríkisskattstjóra er varðandi verðmæti dýra. Þar kemur meðal annars fram að verðmæti hrúts sé 12.100 kr og geit sé að vermati 5.000 kr. 

Hér fyrir neðan er svo viðmiðunartafla ríkisskattstjóra á hrossum.

Hross

Dýr Verð kr.

Verðlaunaðir kynbótahestar 5-13 vetra 450.000

Kynbótahestar 5-13 vetra 350.000

Verðlaunahross 5-13 vetra 250.000

Fulltamin reiðhross, 5-13 vetra 170.000

Önnur nýtanleg reiðhross 90.000

Hross 5-14 vetra 36.000

Hross 14 vetra og eldri 18.000

Tryppi 2-4 vetra 12.300

Folöld 8.700

Í niðurlagi fréttarinnar segir: Dýr svo sem hundar, kettir og önnur gæludýr eru ekki verðmetin af Ríkisskattstjóra. Hreinræktaðir hundar með ættbók geta kosta nokkur hundruð þúsund og sumar tegundir af hreinræktuðum köttum einnig. Verð annarra gæludýra svo sem fiska, fugla, froska og nagdýra er mjög mismunandi eftir tegundum. Verðmætustu tegundirnar seljast yfirleitt á nokkra tugi þúsunda í gæludýraverslunum.