mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

EIÐFAXI - Tímaritið á vefnum

23. janúar 2010 kl. 21:58

EIÐFAXI - Tímaritið á vefnum

Eins og margir hafa orðið varir við þá eru tímarit Eiðfaxa frá árinu 2006 til dagsins í dag nú öllum opin til aflestrar á vefnum. Það er ætlunin að öll útgáfa Eiðfaxa frá upphafi, frá árinu 1977 komi smám saman á netið. Vefútgáfan er prentaða blaðið og að auki ýmsir áhugaverðir kostir sem tölvutæknin gerir mögulega.

Blaðinu flett

Blaðinu er flett með örvalyklum lyklaborðsins eða að blaðinu er flett með því að smella músarbendlinum upp í hægra horn blaðsíðu og draga hana yfir til vinstri. Einnig er hægt er að stökkva beint á valda síðu með því að slá inn síðunúmer í gluggann neðst fyrir miðju. Efnisyfirlit blaðsins er tengt þannig að hægt er að stökkva beint á valda grein úr efnisyfirlitinu.

Leit í blaðinu og blaðasafninu öllu

Öflug leitarvél gerir það mögulegt að leita eftir innslegnum leitarorðum í allri útgáfunni sem komin er á vefinn.

Video í blaðinu

Í blaðinu eru nú myndskeið sem tengd eru ljósmyndum. Þetta gerir blaðið meira lifandi og fræðslugreinar verða mun áhugaverðari og skilvirkari.

Auglýsingar

Fyrir auglýsendur er það nú áhugaverður kostur að geta haft auglýsingarnar lifandi og þær eru líka tenging við heimasíður auglýsenda.

Framtíð vefritsins

Út febrúar verður aðgangur að vefútgáfunni frír. Í byrjun mars hafa áskrifendur  blaðsins frían aðgang, auk þess sem hægt er að gerast áskrifandi að vefútgáfunni einni og sér.

Smelltu hér til að skoða vefútgáfuna: http://www.e-pages.dk/eidfaxi/9/