miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi opnar nýtt vefsvæði

17. desember 2009 kl. 10:10

Eiðfaxi opnar nýtt vefsvæði

Eiðfaxi opnar nýtt vefsvæði í vikunni, „Blaðið verður á vefnum“ og margar breytingar munu líta dagsins ljós.

Vefurinn samanstendur af:
•    Fréttahluta 
•    Smáauglýsingavef
•    Stóðhestavef
•    Vefverslun
•    Ljósmyndavef
•    Vefvarp / Myndbandasafni
•    Atburðadagatal
•    Vefútgáfu af tímaritinu Eiðfaxa

Nýjungarnar
Af nýjungum má nefna einfaldan og öflugan smáauglýsingavef þar sem notendur skrá auglýsingu sína fljótt og vel, geta sett inn mynd og/eða myndband. Þetta er notendum að kostnaðarlausu.
Vefverslun Eiðfaxa verður á sínum stað en hefur fengið andlitslyftingu og nýjar vörur.
Eiðfaxi er nú í samstarfi við Hófapressan.is og er vefvarp frá þeim vef tengt nýja vefnum.

Vefútgáfa Eiðfaxa
Mesta nýjungin er sú að nú verða tímarit Eiðfaxa aðgengileg á vefnum.
Áskrifendur Eiðfaxa geta fengið aðgang að vefútgáfunni sér að kostnaðarlausu og einnig er hægt að gerast áskrifandi að veftímaritunum eingöngu.
Vefútgáfan hefur öfluga leitarvél þannig að þar geta notendur leitað eftir leitarorðum í öllu blaðasafni Eiðfaxa.
Valdar fræðslugreinar úr blaðinu verða prýddar myndskeiðum sem ætlað ar að lífga greinarnar og bæta.