sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi kominn út

28. maí 2015 kl. 11:22

Forsíða 5. tölublaðs Eiðfaxa 2015.

Fjölbreytt efnistök í 5. tölublaði ársins.

Fimmta tölublað Eiðfaxa er komið út.

Tvær fræknar tamningakonur eru teknar á hús í sitthvorri heimsálfunni. Lena Zielinski talar um uppbyggingu keppnishrossa og fjárbúskap á Íslandi, á meðan Frauke Schenzel fjallar um rekstur hestabúgarðs í Þýskalandi og horfir til heimsmeistaramóts. Eiðfaxi kynnti sér viðamikið markaðsátak sem hefur verið hrundið í gang í kringum ímynd íslenska hestsins.

Rætt er við liðstjóra íslenska landsliðisins, Pál Braga Hólmarsson, um val á knöpum og hestum á komandi heimsmeistaramót. Kynbótasýningar ársins eru hafnar af miklum krafti og fjöllum við um áhugaverð hross sem komið hafa fram sitthvoru megin hafsins. Stóðhesturinn Vákur frá Brattholti er tekinn í úttekt. Þá er aldursforseti knapamerkjanna í viðtali, en Magnús Ólafsson, fyrrverrandi bóndi á Sveinsstöðum kláraði öll 5 knapamerkin á dögunum.

Sjaldan hefur verið unnið í fleiri rannsóknum um íslenska hestsinn eins og nú. Litið er á nokkur rannsóknarverkefni sem hafa verið unnin á Háskólanum á Hólum á undanförnum mánuðum. Forsíðuna prýðir Hanna Rún Ingibergsdóttir sem útskrifast frá Háskólanum á Hólum í vor sem reiðkennari. Hún hlaut viðurkenningu FT fyrir besta árangur á lokaverkefni í reiðmennsku sem og Morgunblaðshnakkinn, fyrir besta heildarárangur í reiðmennsku öll þrjú árin.

Þetta og ýmislegt fleira í Eiðfaxa, sem hægt er að lesa rafrænt hér. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.