fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi er lentur í Berlín

3. ágúst 2013 kl. 11:59

Mótsvæðið er alveg að verða tilbúið fyrir morgundaginn.

Blaðamenn og starfsmenn Eiðfaxa týnast nú hver af öðrum til Berlínar. Sérstakt heimsmeistaramótsblað er með í för.

Fyrstu fulltrúar Eiðfaxa komu til Berlínar í gær. Fleiri bætast í hópinn á morgun. Frá miðvikudeginum verða um tíu manns á vegum Eiðfaxa á mótinu.

Eiðfaxi mun halda uppi öflugum skrifum á vefnum fram yfir heimsmeistaramót. Einnig verður sérstakt teymi í framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir vefinn.

Með í för er sérstök heimsmeistaraútgáfa af Eiðfaxa International á þýsku. Með útgáfunni vill Eiðfaxi styrkja tengslin við þýska hestaáhugamenn en um leið minna á uppruna íslenska hestsins.

Það ætti að koma öllum þeim sem koma að íslenskri hestamennsku til góða sem og íslenskri ferðaþjónustu.

Einnig eru svolítið af íslensku útgáfunni sem barst áskrifendum í vikunni. Glæsilegt tímarit verður svo gefið út að móti loknu.