laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi.is hitti Sigga Mar í Hollandi-

11. febrúar 2010 kl. 10:31

Eiðfaxi.is hitti Sigga Mar í Hollandi-

Eiðfaxi.is var á ferðalagi um Holland á dögunum og kom meðal annars við hjá Sigurði Marinussyni tamningamanni, reiðkennara og keppnisknapa en Sigurður hefur búið í Hollandi síðan árið 2000.

Siggi Mar eins og hann er yfirleitt kallaður hefur keppt nokkrum sinnum fyrir Hollands hönd á HM og núna síðast á skeiðhestinum Eilima von Lindenhof en þeir urðu meðal annars í öðru sæti í Gæðingaskeiði.

Sigurður býr ásamt konu sinni Irmu og tveimur sonum á bújörðinni Strandhólum sem er nálægt borginni Alkmaar. Strandhólar er alveg við ströndina þannig að Norðursjórinn blasir við og er strandlengjan frábær til þjálfunar segir Siggi Mar.

Í næsta nágrenni er stórt svæði þakið skemmtilegum sandhólum en þar ríða þau hjón mikið um til þess að skapa fjölbreytni í þjálfun og til þess að byggja upp þrek.

Um þessar mundir standa þau hjónin í stórræðum, eru að byggja nýtt hesthús fyrir 30 hross, aðstöðubyggingu og reiðhöll. Þau horfa björtum augum á framtíðina og segja að möguleikar íslenska hestsins í Hollandi séu miklir.