miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi í sparifötin

29. júlí 2019 kl. 14:14

Forsíða 4.tbl

Nýtt tölublað Eiðfaxa er nú farið í prentun. Blaðið fer í dreifingu til áskrifenda og í lausasölu frá og með morgundeginum. Fjölbreytt efnistök eru í blaðinu.

 

Nýtt tölublað Eiðfaxa fór í dreifingu til áskrifenda í dag og mun berast inn um bréfalúgur nú næstu daga. Það er mikil ánægja að geta sagt frá því að stórt skref var tekið með þessu blaði, en Eiðfaxi er nú aftur kominn í form tímarits. Með því að Eiðfaxi sé aftur kominn á það form teljum við, sem að honum standa, að greinar og umfjallanir í tímaritinu fái meira vægi og að viðmótið verði skemmtilegra lesendum. Einnig er það hlutverk Eiðfaxa að skjalfesta það sem fram fer í hestamennskunni á hverjum tíma og verða þannig ákveðin heimildasöfnun þegar fram líða stundir. Með því að gefa út tímarit endist geymsluþol blaðanna og  í þeim verður meiri eign.

Forsíðumyndin er eftir Ligu Liepinu en í blaðinu er viðtal við hana um það hvernig stúlka fædd og uppalinn í Lettlandi kynnist Íslenska hestinum og tekur við hann ástfóstri.

Kristinn Hugason skrifar um veðreiðar og fjallar í þeirra grein m.a. um það hversu hátt verðlaunaféð í þeim er á núvirði, virkilega áhugaverð lesning.

Fjallað er um Íslandsmótið og er m.a. fjallað um hvernig gera má mótinu hærra undir höfði með því að auka kröfur um þátttöku á mótinu.

Annar þáttur Þarfasta Þjónsins eftir Bjarna Bjarnason er í blaðinu, þar sem hestamenn geta glöggvað sig á því hvernig Íslenski hesturinn var brúkaður fyrir vélaöldina.

Viðtal við Ragnhildi Haraldsdóttur má einnig finna í blaðinu þar sem hún segir frá hennar aðkomu að hestamennskunni, helstu fyrirmyndum og fleiru.

Þetta ásamt ýmsu fleiri má finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa.

Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is eða hringja í síma 537-9200.